Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Smári verður Gudmundson
Smári ver miklum tíma í stúdíóinu þar sem hann vinnur að fjölbreyttri tónlist. Mynd Þorsteinn Surmeli.
Miðvikudagur 29. mars 2017 kl. 08:00

Smári verður Gudmundson

Nýtt nafn og lag - afmælistónleikar Klassart í haust

Sandgerðingurinn Smári Guðmundsson hefur sent frá sér nýtt lag undir nafninu Gudmundson. Smári er best þekktur sem gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Klassart. Lagið kallast Jaðarbúinn 1. hluti og sendi Smári frá sér myndband við lagið sem hann og Jón Marínó skrifuðu saman, en Jón sá um að vinna myndbandið og myndatöku.


Smári segir að þarna sé á ferðinni nýtt listamannanafn en meginmarkmið Gudmundson er að skapa aðstæður fyrir heimsfrið. „Láta mér og öðrum í kringum mig líða vel og komast í snertingu við grunnorku mína. Fyrsta skrefið er innri friður og samkennd.,“ segir Smári í snörpu spjalli við VF. Smári hefur einnig verið að undirbúa tíu ára afmæli fyrstu plötu Klassart, Bottle of blues. Í haust verður blásið til tónleika í Hljómahöll í tilefni af útgáfuafmælinu og verður platan endurútgefin á vínyl. Smári hefur í nægu að snúast en hann sótti m.a. nám í hljóðfræði í Tækniskólanum í fyrra, en hann dreymir um að semja kvikmyndatónlist í nánustu framtíð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024