Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Smári með tónlist frá Berlín
Laugardagur 1. apríl 2023 kl. 06:03

Smári með tónlist frá Berlín

Björgvin Guðjónsson myndskreytir með aðstoð gervigreindar

Fyrsta lag og myndband úr verkefninu Berlin eftir Smára Guðmundsson kemur út miðvikudaginn 5. apríl. Myndbandið er unnið af Björgvini Guðjónssyni með hjálp gervigreindar.

Berlin er samsafn af tónlist sem Smári samdi fyrir útvarpsþættina Stories in Berlin sem fjölluðu um þætti í sögu og menningu Berlínar. Tónlistin tengist umfjöllun útvarpsþáttanna, sögunni og tengingu Smára sjálfs við Berlín en hann dvaldi í borginni þegar hann samdi tónlistina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Með tónlistinni teiknar Smári myndir af stöðum og hlutum frá Berlín sem gáfu honum innblástur fyrir tónlistinni. Úr teikningunum vinnur Björgvin svo myndbönd með aðstoð gervigreindar. „Það eru mikil tækifæri í gervigreindinni og þróunin er hröð og það verður gaman að fylgjast með því hvernig myndböndin við hvert lag þróast áfram,“ segir Smári.

Björgvin hefur í fjöldamörg ár unnið sem grafískur hönnuður og Creative Director, bæði á Íslandi og í Danmörku. Undanfarið hefur hann sérhæft sig í notkun á gervigreind í hönnun og hefur einmitt störf á næstunni í fyrirtæki í Odense þar sem hann fær glænýjan titil sem Artificial Intelligence Director. Fyrirtækið hjálpar öðrum fyrirtækjum að stafræna rekstur sinn og mun það verða hans hlutverk að leiða gervigreind inn í það ferli.

„Það fyrsta sem ég féll fyrir í Berlín var lestarkerfið og þá sérstaklega neðanjarðarlestakerfið, eða U-bhan eins og það er kallað. Leiðin mín sem ég tók daglega var U7 sem af mörgum er talin besta leiðin,“ segir Smári. Það er því við hæfi að fyrsta lagið sem heyrist í þessu verkefni fjalli einmitt um hana. Myndbandið verður frumsýnt á vef Víkurfrétta í næstu viku.

Hljóðfæraleikur og upptökur: Smári Guðmundsson í Stúdíó Smástirni.
Hljóðblöndun: Stefán Örn Gunnlaugsson í Stúdíó Bambus.
Hljóðjöfnun: Sigurdór Guðmundsson í Skonrokk Studios.
Útgáfa: Smástirni.