Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Smári Guðmundsson hlaut viðurkenningu fyrir framlag til menningarmála
Leikskáldið og tónlistarmaðurinn Smári Guðmundsson.
Fimmtudagur 23. ágúst 2018 kl. 14:51

Smári Guðmundsson hlaut viðurkenningu fyrir framlag til menningarmála

Leikskáldið og tónlistarmaðurinn Smári Guðmundsson hlaut í gær viðurkenningu Ferða-, safna- og menningaráðs Sameigninlegs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis fyrir framlag sitt til menningarmála. Viðurkenningin var afhent á setningarhátíð Sandgerðisdaga sem fór fram í Safnaðarheimilinu í Sandgerði.
 
Smári er höfundur og tónlistarstjóri söngleiksins Mystery Boy sem Leikfélag Keflavíkur setti upp á síðasta leikári. Mystery Boy var valin áhugaleiksýning ársins og sýnd í Þjóðleikhúsinu nú í maí. Þá hefur hann samið og flutt tónlist sem hefur snert við fólki og farið hátt á vinsældarlistum með hljómsveit sinni Klassart auk þess að taka þátt í ýmsum tónlistartengdum verkefnum í gegnum tíðina.
 
Frá þessu er greint á vef sveitarfélagsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024