Smalað í afrétti Grindvíkinga í dag
Smalað verður í afrétti Grindavíkur í dag því það verða jú að vera einhverjar kindur í Þórkötlustaðarrétt á morgun þegar sjálfar réttardagurinn fer fram. Þar verður eflaust líf og fjör eins og ávallt þegar dregið er í dilka.
Í tilefni réttardagsins verður efnt til ratleiks fyrir alla fjölskylduna í nágrenni við Þórkötlustaðarétt. Leikurinn gengur út á að leita að vísbendingum og svara léttum spurningum um sauðkindina. Dregið verður úr réttum svörum og í verðlaun verða þrír ullarvinningar, nema hvað.
Þá má geta þess að í tengslum við réttardaginn verður markaður á svæðinu þar sem fólk getur bæði skoðað og keypt ýmsar handunnar vörur: skartgripi, sultur, áletruð kerti og margt fleira. Júdódeild UMFG verður með kjötsúpu á boðstólum og starfsfólk á leikskólanum Króki verður með kaffisölu. Félagar úr Harmoníkufélagi Suðurnesja munu taka lagið og haldi uppi réttri stemmningu (eða réttarstemmningu). Markaðurinn hefst kl. 13:00