Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Smá kría í hádeginu á gangstétt
Fimmtudagur 8. júlí 2004 kl. 13:03

Smá kría í hádeginu á gangstétt

Tveir unglingar í vinnuskóla Reykjanesbæjar höfðu komið sér vel fyrir í hádegishléinu á gangstétt í Njarðvík. Unglingarnir eru að vinna við að mála gangstéttarbrúnar og í hádegismatnum höfðu þeir lagt föturnar til hliðar og lagt sig á gangstéttinni. Það var ekki laust við að bros læddist fram á varir gangandi vegfarenda þegar þeir gerðu lykkju á leið sína framhjá sofandi unglingunum En það var ekki annað að sjá en að þeim liði vel á harðri gangstéttinni og hafa án efa náð smá kríu. Til að koma unglingunum ekki í vanda skal það skýrt tekið fram að myndin var tekin klukkan 12:27.

 

Myndin: Smá kría á gangstéttinni. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024