Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

Smá-brot tónlistarútgáfu Suðurnesjum
Frá opnun sýningarinnar Smá-brot, tónlist og útgáfa á Suðurnesjum. VF-mynd: Hilmar Bragi
Fimmtudagur 14. október 2021 kl. 11:45

Smá-brot tónlistarútgáfu Suðurnesjum

Bókasafn Reykjanesbæjar hefur að geyma safn af plötum tengdum átthögum Reykjaness. Nú hefur safnið dustað rykið af þessum gögnum og opnað sýninguna Smá-brot sem sýnir brot af tónlist og útgáfa á Suðurnesjum.

Sýningin er sett er upp í kringum þessa safneign auk ýmissa lánsmuna sem velviljaðir vinir safnsins hafa lánað.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Markmiðið sýningarinnar er ekki að vera með yfirgripsmikla sögusýningu heldur sýna skemmtileg brot frá liðnum tíma, nær og fjær.

Sýningin er öllum opin alla virka daga frá 9 til 18. Um Safnahelgi er opið á laugardaginum frá 11 til 17 og sunnudeginum frá 13 til 16. Enginn aðgangseyrir og öll hjartanlega velkomin.

Laugardaginn 16. október kl. 16 flytur hljómsveitin Midnight Librarian þrjú lög í Bókasafni Reykjanesbæjar í tengslum við sýninguna Smá-brot.