Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Smá-brot tónlistarútgáfu Suðurnesjum
Frá opnun sýningarinnar Smá-brot, tónlist og útgáfa á Suðurnesjum. VF-mynd: Hilmar Bragi
Fimmtudagur 14. október 2021 kl. 11:45

Smá-brot tónlistarútgáfu Suðurnesjum

Bókasafn Reykjanesbæjar hefur að geyma safn af plötum tengdum átthögum Reykjaness. Nú hefur safnið dustað rykið af þessum gögnum og opnað sýninguna Smá-brot sem sýnir brot af tónlist og útgáfa á Suðurnesjum.

Sýningin er sett er upp í kringum þessa safneign auk ýmissa lánsmuna sem velviljaðir vinir safnsins hafa lánað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Markmiðið sýningarinnar er ekki að vera með yfirgripsmikla sögusýningu heldur sýna skemmtileg brot frá liðnum tíma, nær og fjær.

Sýningin er öllum opin alla virka daga frá 9 til 18. Um Safnahelgi er opið á laugardaginum frá 11 til 17 og sunnudeginum frá 13 til 16. Enginn aðgangseyrir og öll hjartanlega velkomin.

Laugardaginn 16. október kl. 16 flytur hljómsveitin Midnight Librarian þrjú lög í Bókasafni Reykjanesbæjar í tengslum við sýninguna Smá-brot.