Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Slysavarnadeildin Þorbjörn fagnar 80 ára afmæli
Miðvikudagur 3. nóvember 2010 kl. 08:19

Slysavarnadeildin Þorbjörn fagnar 80 ára afmæli


Slysavarnadeildin Þorbjörn varð 80 ára í gær,  2. nóvember, en deildin á sér stórmerkilega sögu. Ýmislegt verður gert í tilefni afmælisins en í gær var hátíðaraðalfundur í húsnæði félagsins.

Næsta laugardag verður hátíðardagskrá sem hefst klukkan 11:00 með því að safnast verður saman við söguskiltið í Hópsnesinu í grennd við rústirnar á austanverðu Nesinu. Þar verður víght nýtt stórt skilti er segir sögu skipsstranda frá Gerðistöngum austur að Selatöngum í tilefni að 80 ára afmæli Slysavarnadeildarinnar Þorbjörn, sem stofnuð var 2. nóvember 1930. Að vígslu lokinni verður gengið um Nesið þar sem endurvígð verða 8 skilti, hvert við það strand, sem lýst er. Leiðsögumaður er Gunnar Tómasson, fyrrum formaður bæði Slysavarnadeildarinnar og Björgunarsveitarinnar.

Að lokinni göngu verður opið hús í bækistöðvum félagsins að Seljabót 10 frá kl. 14-17. Öll tæki og áhöld sveitarinnar verða þar til sýnis og gefst gestum tækifæri á að skoða þau og þá einkum gömul tæki svo sem línubyssuna, sem notuð var fyrst er Slysvarnadeildin bjargaði 38 manna áhöfn af franska togaranum Cap Fagnet sem strandaði við Hraun 24. mars 1931.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024