Slökum á í jólastressinu
Páll Óskar með útgáfutónleika í Njarðvíkurkirkju:
Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth halda tónleika í Ytri Njarðvíkurkirkju nk. föstudag, 30. nóvember en þeir hefjast kl. 20:30. Miðasala er við innganginn og miðaverð er 1200 krónur. Á tónleikunum verður leikin tónlist af nýútkomnum geisladiski þeirra sem ber nafnið „Ef ég sofna ekki í nótt“ og inniheldur ljúf lög úr öllum áttum.
„Við erum að halda tónleika hér til að fylgja plötunni okkar eftir. Á henni er eingöngu söngur og hörputónlist, svona „prozac“ tónlist“, segir Páll Óskar og hlær. Hann og Mónika ætla að flytja lög af nýju plötunni á tónleikunum í Njarðvík auk eldri laga sem Palli hefur gert fræg, en þá útsett fyrir hörpu, lög eins og Ást við fyrstu sýn, Loose again og Burt Bacharach læðist líka inn í dagskrána. Palli hefur orð á að hljómburðurinn í Ytri-Njarðvíkurkirkju sé einstaklega góður þannig að þessi tegund tónlistar mun hljóma vel þar.
Lögin á plötunni eru öll eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson sem er ungt tónskáld. „Hreiðar rúllaði þessu verkefni af stað. Hann kynnti mig og Moniku á sínum tíma og sýndi okkur lagalistann sinn. Mörg laganna hafði hann samið með okkur tvö í huga, en við höfðum ekki hugmynd um það. Hann er mjög hæfileikaríkur og með fullt af tónlist í hjartanu. Hann heyri fallegt ljóð og nokkru síðar er lagið við það, fætt. Á plötunni er lög sem hann hefur t.d. samið við ljóð Davíðs Stefánssonar, þýtt ljóð Shakespears og sonnettur en þetta er í fyrsta sinn sem ég syng þessa tegund tónlistar, þ.e. ljóðasöng. Þetta er svona eins og innvortis þvottavél, manni líður svo vel með þessa tónlist.“
„Við erum nú að kynna plötuna um allt land en ég efast um að við náum að fara hringinn fyrir jól, við höldum þá kannski áfram eftir áramót. Viðtökur hafa verið mjög góðar og salan hefur farið vel af stað“, segir Páll Óskar og er auðheyrilega ánægður með gang mála.
Suðurnesjamenn eru hvattir til að kíkja á tónleikana á föstudaginn og njóta góðrar tónlistar. Palli lofar ljúfri stemningu þannig að fólk ætti að ná að slaka vel á í jólastressinu.
Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth halda tónleika í Ytri Njarðvíkurkirkju nk. föstudag, 30. nóvember en þeir hefjast kl. 20:30. Miðasala er við innganginn og miðaverð er 1200 krónur. Á tónleikunum verður leikin tónlist af nýútkomnum geisladiski þeirra sem ber nafnið „Ef ég sofna ekki í nótt“ og inniheldur ljúf lög úr öllum áttum.
„Við erum að halda tónleika hér til að fylgja plötunni okkar eftir. Á henni er eingöngu söngur og hörputónlist, svona „prozac“ tónlist“, segir Páll Óskar og hlær. Hann og Mónika ætla að flytja lög af nýju plötunni á tónleikunum í Njarðvík auk eldri laga sem Palli hefur gert fræg, en þá útsett fyrir hörpu, lög eins og Ást við fyrstu sýn, Loose again og Burt Bacharach læðist líka inn í dagskrána. Palli hefur orð á að hljómburðurinn í Ytri-Njarðvíkurkirkju sé einstaklega góður þannig að þessi tegund tónlistar mun hljóma vel þar.
Lögin á plötunni eru öll eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson sem er ungt tónskáld. „Hreiðar rúllaði þessu verkefni af stað. Hann kynnti mig og Moniku á sínum tíma og sýndi okkur lagalistann sinn. Mörg laganna hafði hann samið með okkur tvö í huga, en við höfðum ekki hugmynd um það. Hann er mjög hæfileikaríkur og með fullt af tónlist í hjartanu. Hann heyri fallegt ljóð og nokkru síðar er lagið við það, fætt. Á plötunni er lög sem hann hefur t.d. samið við ljóð Davíðs Stefánssonar, þýtt ljóð Shakespears og sonnettur en þetta er í fyrsta sinn sem ég syng þessa tegund tónlistar, þ.e. ljóðasöng. Þetta er svona eins og innvortis þvottavél, manni líður svo vel með þessa tónlist.“
„Við erum nú að kynna plötuna um allt land en ég efast um að við náum að fara hringinn fyrir jól, við höldum þá kannski áfram eftir áramót. Viðtökur hafa verið mjög góðar og salan hefur farið vel af stað“, segir Páll Óskar og er auðheyrilega ánægður með gang mála.
Suðurnesjamenn eru hvattir til að kíkja á tónleikana á föstudaginn og njóta góðrar tónlistar. Palli lofar ljúfri stemningu þannig að fólk ætti að ná að slaka vel á í jólastressinu.