Slökkvistjórinn ók betur en bæjarstjórinn
Sjóvá-Almennar og Bindindisfélag ökumanna voru með hjólreiðakeppni, Go-kart leikni og ökuleikni 19. júní sl. fyrir framan gamla Ríkið á Hafnargötu. Veðrið var ekki eins og best verður á kosið og þar að leiðandi var aðsóknin ekki mikil en þeir sem mættu skemmtu sér konunglega. Hápunkturinn var án efa þegar að Árni Sigfússon bæjarstjóri og Sigmundur Eyþórsson slökkvistjóri kepptu sín á milli á fjarstýrðum bílum, fyrst með ölvunargleraugu og síðan án þeirra. Sigmundur Eyþórsson sigraði og fékk hann gullpening að launum.Ökuleiknin verður á ferð í Grindavík 24. júní en þar munu m.a. Dagbjartur Villardsson bæjarfulltrúi etja kappi við Frímann Ólafsson ökukennara í akstri á fjarstýrðum bílum.