Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Slökkviliðsmenn sitja berir fyrir
Mánudagur 10. desember 2012 kl. 13:57

Slökkviliðsmenn sitja berir fyrir

Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Suðurnesja sitja léttklæddir fyrir í dagatali..

„Það eru allir til í að styrkja gott málefni, það er bara sjálfsagður hlutur,“ segir Ingvar Georgsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, sem hefur ásamt félögum sínum í Brunavörnum Suðurnesja gefið út eldheitt dagatal til styrktar góðu málefni. Frá þessu greinir DV.

Félagarnir sitja sjálfir fyrir í dagatalinu í hinum ýmsum stellingum, klæddir slökkviliðsbúningum og berir að ofan líka. Þeir eru umvafðir eldtungum á myndunum en það var áhugaljósmyndarafélagið Ljósop sem sá um myndatökuna og myndvinnsluna. Liðsmenn Brunavarna Suðurnesja eru ekki einu slökkviliðsmenn landsins sem fara þessa leið í fjáröflun sinni sem skiptir gríðarlega miklu máli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við erum búnir að gera þetta í þrjú ár núna,“ segir Ingvar og segir þá hafa tekið það upp eftir félögum sínum í slökkviliðinu í Reykjavík að gera dagatal. „Í fyrra styrktum við gott málefni og ákváðum núna, í tilefni 100 ára afmælisins, að það færi allur ágóðinn til góðra málefna,“ segir Ingvar en
Brunavarnir Suðurnesja fagna aldarafmæli í ár.

Félagarnir ætla að styrkja unga stúlku frá Reykjanesbæ, Bryndísi Huldu, sem fæddist þann 26. nóvember síðastliðinn. Bryndís Hulda, sem er dóttir þeirra Söndru Valsdóttur og Garðars Magnússonar, er með mjög alvarlegan hjartagalla sem greindist í 20 vikna sónar og móður hennar var boðið að enda meðgönguna en tók það ekki í mál. Hún fór því út í hjartaaðgerð aðeins tveggja daga gömul.

Þessu fylgir mikill kostnaður fyrir fjölskylduna en fyrir eiga hjónin tvö börn. Slökkviliðsmennirnir hafa því ákveðið að styrkja fjölskylduna og hvetja fólk til þess að kaupa dagatal. Einnig er búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna: kennitala 190386-2879 og reikningurinn er 542-14-402847 hjá Íslandsbanka.

Hægt er að kaupa dagatölin í Nettó og Bónus Reykjanesbæ, blómabúðinni Cabo í Reykjanesbæ og hjá Brunavörnum Suðurnesja.