Slökkviliðsmenn framtíðarinnar!
Það hefur mikið gengið á við slökkvistöðina í Keflavík í dag. Þar er allt löðrandi í hvítri froðu og hefur froðan flætt um götur í nágrenni slökkvistöðvarinnar. Þeir sem eru ábyrgir fyrir þessu öllu saman eru tveir slökkviliðsmenn framtíðarinnar sem nú stunda æfingar hjá Brunavörnum Suðurnesja. Þeir Hjörtur Pálmi og Kristinn Franz eru í starfskynningu hjá slökkviliðinu og fengu að taka á slöngunum í dag.Á meðfylgjandi mynd má sjá þá félaga í átökum við slönguna og í baksýn er myndarlegur vatnsveggur. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson