Slökkvibílarnir viðraðir
Slökkviliðsbílar Brunavarna Suðurnesja eru viðraðir á laugardögum en þá er bílasalur slökkviliðsins þrifinn og allir bílarnir færðir út á meðan. Gylfi Ármansson varðstjóri hjá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja sagði í samtali við Víkurfréttir að mjög rólegt hefði verið að gera hjá slökkviliðinu uppá síðkastið á Suðurnesjum, en það væri alltaf þrifið sama hve lítið væri að gera.