Slógu í gegn sem karakterar úr Ófærð
Mögnuð mynd frá Valda og félögum
Valdimar Guðmundsson stórsöngvari og vinir hans tóku lokaþátt Ófærðar sannarlega með trompi. Þeir félagar úr Keflavík hittust allir á sunnudagskvöld uppáklæddir sem karakterar úr þáttunum og augljóst var að mikill metnaður var lagður í búningagerð.
Valdimar mætti með mjólkurglasið sem Andri sjálfur, en einnig má sjá þarna Hjört, Bárð, Trausta löggu og Röngvald með sjónaukann. Myndin vakti mikla lukku á samfélagsmiðlunum enda frábær hugmynd hjá krökkunum.