Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 13. maí 2002 kl. 11:33

Sleppum fordómum!

Félagsmiðstöðin Fjörheimar býður upp á skemmtun fyrir alla fjölskylduna laugardaginn 18. maí. Þar sem fjölskyldan getur komið saman og skemmt sér og um leið minnst þess að enn eru til fordómar á Íslandi. Hugmyndin er sú að sleppa 1000 blöðrum í þeirri meiningu að við erum með því að sleppa fordómum. Boðið verður upp á margvíslega dagskrá í tilefni af deginum. Dagskráin er eftirfarandi.

® Dagskráin er sett klukkan 15:30 við félagsmiðstöðina Fjörheima (sama hús og Stapinn).
® 15:35 – 16:35 Pílukastfélag Reykjanesbæjar kynnir píluíþróttina í diskósal Fjörheima ( veitt verður pílusett í verðlaun fyrir hæstu stig úr 3 pílum).
® 15:35 – 16:35 Keppni í að halda bolta á lofti ( verðlaun bolti ). Staðsetning grasið fyrir aftan Fjörheima.
® 15:35 – 16:35 Keppt í Limbó og spretthlaupi ( óvænt verðlaun). Staðsetning grasið fyrir aftan Fjörheima.
® 15:35 – 16:35 Unglingalið Fjörheima mætir úrvalsliði eldriborgara í billiard. Staðsetning billiardsalur Fjörheima.
® 15:35 – 16:35 Lögreglan í Keflavík skoðar hjól og gefur skoðun fyrir þá sem vilja. Staðsetning fyrir framan Fjörheima.
® 16:35 – 16:45 Veitt verða verðlaun fyrir keppnir dagsins.
® 16:45 – 17:00 Stutt ávarp frá félagsmálastjóra Reykjanesbæjar Hjördísi Árnadóttur um gildi þess að sleppa fordómum.
® 17:00 fordóma blöðrum sleppt.
® 17:05 Dagskrá lýkur.

Ungó pizzur verða með pizzur til sölu…Flugdrekasala verður á staðnum… Heitt kaffi á könnunni fyrir fullorðna fólkið í boði Fjörheima. Andlitsmálning fyrir litlu börnin.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024