Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sleðafjör í Kambi – í vefsjónvarpi Víkurfrétta
Mánudagur 29. október 2007 kl. 19:39

Sleðafjör í Kambi – í vefsjónvarpi Víkurfrétta

Nýjasta fjallið í Reykjanesbæ, Kambur við Innri Njarðvík, hefur verið vettvangur vetrarleikja í dag. Þar hafa safnast saman börn á öllum aldri með sleða og snjóþotur, eða bara það sem hendi var næst, til að renna sér í brekkunum. Hóllinn, eða fjallið, eftir því hvað fólki finnst, er kjörið til sleðaferða eins og myndatökumaður Víkurfrétta komst að  síðdegis. Börnin höfðu það á orði að það vantaði lýsingu á svæðið svo hægt væri að leika fram á kvöld. Þá væri ekki úr vegi að Reykjanesbær eignaðist svokallaða snjóbyssu, til að framleiða góðan sleðasnjó í brekkunni þegar kalt er í veðri, án þess að það snjói.

Sjá nánar í vefsjónvarpi Víkurfrétta.

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024