"Slappaðu af!" í Heiðarskóla í kvöld
Nemendur Heiðarskóla sýna í kvöld, sunnudag, söngleikinn Slappaðu af!, sem þau sýndu á árshátíð skólans ekki alls fyrir löngu. Leikhópurinn, sem samanstendur af nemendum í 8. til 10. bekk, hafði lagt mikið á sig til að gera sýninguna sem best úr garði og ákvað að sýna tvær sýningar í viðbót, í kvöld kl. 20 og á þriðjudag kl. 19. Báðar sýningarnar eru á sal Heiðarskóla.
Um er að ræða örlítið breytta útgáfu af söngleik Felix Bergssonar og Jóns Ólafssonar sem Verzlunarskóli Íslands setti upp árið 2002
Það eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir, en húsið opnar hálftíma fyrir sýningu. Aðgönguverði er stillt í hóf og er kr. 500, en rétt er að taka fram að ekki er tekið við greiðslukortum.