Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skyrgámur og jólasveinar í Þorláksmessustremningu
Laugardagur 26. desember 2009 kl. 12:30

Skyrgámur og jólasveinar í Þorláksmessustremningu

Það var góð stemmning á Þorláksmessukvöld í miðbæ Keflavíkur þegar jólaverslunin og stemningin náði hámarki fyrir þessi jól. Að sjálfsögðu var okkar eini sanni Skyrgámur á staðnum. Hann heilsaði upp á krakkana og fólk á ferðinni og söng með Jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kaupmenn voru flestir ánægðir með jólaverslunina, sögðu að hún hefði verið jöfn og góð. Eins og undanfarin ár var jólahljómsveit Tónlistarskólans á ferðinni síðustu tvær helgarnar fyrir jól og svo á Þorláksmessu. Hún fór um allan bæ og lék jólalög. Jólasveinar gáfu krökkunum nammipoka og eins og sjá má á myndunum var líf og fjör í bænum, korter fyrir jól.

Jólasveinar gáfu krökkunum nammipoka. Hér að neðan má sjá konu á tali við Skyrgám.

Skyrgámur er vinsælt myndefni.