Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skyrgámur hélt uppi fjöri á Hafnargötunni á Þorláksmessu
Laugardagur 24. desember 2011 kl. 17:28

Skyrgámur hélt uppi fjöri á Hafnargötunni á Þorláksmessu


Það var góð stemmning á Hafnargötunni í Keflavík á Þorláksmessukvöldi. Skyrgámur, jólasveinn okkar Suðurnesjamanna fór fyrir fríðum hópi jólasveina og jólahljómsveitar Betri bæjar og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Veðrið var mjög gott og fólk fjölmennti á Hafnargötuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Traffíkin í búðunum var mikil á Þorláksmessukvöld en hljóðið í kaupmönnum er þó misjafnt eftir þessi jól en þó er vitað að það var gott á mörgum bæjum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í jólastemmningunni í miðbænum á Þorláksmessukvöld. VF-myndir/Páll Ketilsson.

Skyrgámur og bræður hans fóru mikinn á Hafnargötunni á Þorláksmessukvöld.

Jólahljómsveitin lék jólalög flestar helgar í desember og lauk spileríinu á Þorláksmessu.

Jóhann Smári óperusöngvari heilsaði upp á Skyrgám.

Skyrgámur á góðri stundu með Þórólfi Beck og fleirum.

Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur faðmaði Skyrgám.

Það var góð traffík í búðunum við Hafnargötu. Hér sést inn í Ormsson.