Skyrgámur bænheyrði systur sem langaði í hund!
Skyrgámur varð við bænum systra frá Hellissandi sem höfðu misst hvolp sem varð fyrir bíl og dó 14. desember. Systurnar dvelja hjá ömmu og afa í Keflavík yfir jólin og fengu óvænta heimsókn í kvöld. Skyrgámur bankaði uppá og færði þeim systrum gjöf sem þær munu seint gleyma.Hvolpurinn þeirra varð fyrir bíl um miðjan desember og þeim gekk illa að sætta sig við orðinn hlut. Thelma Ósk, 6 ára, hefur beðið Guð á hverju kvöldi að sjá til þess að jólasveinninn færi henni hvolp í skóinn. Yngri systirin, Heiðrún Líf, tveggja ára, hefur hins vegar séð til þess að nægilegt vatn sé í vatnsdallinum fyrir hvolpinn, því hún skilur ekki ennþá að hann komi ekki aftur.
Skyrgámur bankaði svo uppá hjá systrunum heima hjá ömmu og afa á Heiðarveginum í Keflavík í kvöld og með í för var Krumpa, fallegur hvolpur. Skyrgámur hafði einnig með sér hann Stúf ljósmyndara á Víkurfréttum. Óhætt er að segja að þær systur hafi farið í sjöunda himinn með gjöfina frá jólasveininum. Þær lofuðu að passa nýja hundinn alla daga. Einnig lofaði Thelma að vera duglegri að borða matinn sinn og þær báðar þáðu ávöxt frá Skyrgámi sem sagðist hættur að gefa börnum sælgæti í skóinn.
Skyrgámur bankaði svo uppá hjá systrunum heima hjá ömmu og afa á Heiðarveginum í Keflavík í kvöld og með í för var Krumpa, fallegur hvolpur. Skyrgámur hafði einnig með sér hann Stúf ljósmyndara á Víkurfréttum. Óhætt er að segja að þær systur hafi farið í sjöunda himinn með gjöfina frá jólasveininum. Þær lofuðu að passa nýja hundinn alla daga. Einnig lofaði Thelma að vera duglegri að borða matinn sinn og þær báðar þáðu ávöxt frá Skyrgámi sem sagðist hættur að gefa börnum sælgæti í skóinn.