Skynjun skrímslis í SSV
Laugardaginn 21.febrúar kl.16:00 opnar Didda Hjartardóttir Leaman sýninguna “Skynjun skrímslis” í Suðsuðvestur í Reykjanesbæ.
Á sýningunni verða málverk ljósmyndir og þrívíð verk.
Didda hefur unnið með borgarkort, kerfi og munstur á undanförnum árum og setur á sýningunni þessa þætti í samhengi við eldri verk og áhrif frá skáldsögunni “Frankenstein” eftir Mary Shelley.
Didda nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1983-1987 og lauk Diplómagráðu frá The Slade School of Fine Art í London.
Sýningin mun standa til 29 mars.
Suðsuðvestur er opið laugardaga og sunnudaga frá kl.14-17 og eftir samkomulagi.
SUÐSUÐVESTUR
Hafnargata 22
230 Reykjanesbær
Sími; 421 2225