Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skynjun og sköpun skrímslis
Miðvikudagur 25. mars 2009 kl. 16:37

Skynjun og sköpun skrímslis

- síðasta sýningarhelgi

Sýningu Diddu Hjartardóttir Leaman “Skynjun og sköpun skrímslis” lýkur sunnudaginn 29. mars í Suðsuðvestur.
Á sýningunni eru ný málverk, ætir skúlptúrar og ljósmyndir sem Didda hefur unnið og eru framhald af eldri skoðun hennar á sögunni um Frankenstein eftir Mary Shelly. Áhugi á innra lífi skrímslisins, tilfinningum og skynjun þess, þráhyggju og samvisku Victors Frankensteins spila stórt hlutverk á sýningunni, ásamt einmanaleika beggja. Þessar tvær sögupersónur hafa sömu rödd, eru tengdar órjúfanlegum böndum og eru nokkurs konar andhverfir pólar. Einnig fjallar sýningin um sköpun skrímslisins, þráhyggju þess sem skapar og óttann við að geta ekki fundið eða veitt sköpunarverki sínu þá ást og ábyrgð sem það á skilið. Það að geta ekki horfst í augu við hryllinginn.

Suðsuðvestur er opið laugardaga og sunnudaga frá kl.14-17 og eftir
samkomulagi. Nánari upplýsingar; http://www.sudsudvestur.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024