Skynditónleikarnir Snúran í Sandgerði á morgun
Skynditónleikarnir Snúran verða haldnir á tjaldstæðinu í Sandgerði á morgun, miðvikudag, og hefjast stundvíslega klukkan 18:00. Á tónleikunum kemur dúettinn Hobbitarnir fram en hann er skipaður þeim Ólafi Þór Ólafssyni og Hlyni Þór Valssyni.
Tímasetning tónleikanna er ákveðin með svo stuttum fyrirvara til að tryggja að þeir fari fram í sem bestu veðri. Snúran var haldin í fyrsta sinn í fyrra og þótti takast vel. Fólk er hvatt til að mæta með teppi og/eða garðstóla á tónleikana og eiga notalega stund með vinum og fjölskyldu. Pylsur og drykkir verða í boði á meðan birgðir endast.
Nánari upplýsingar um Snúruna má nálgast á Facebook-síðu um viðburðinn.
Snúran var haldin í fyrsta sinn í fyrra og var myndin tekin þá.