Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skyndiákvörðun til Eyja og sleppir stressi
Föstudagur 4. ágúst 2017 kl. 05:00

Skyndiákvörðun til Eyja og sleppir stressi

-Kristjana Vigdís Ingvadóttir

Hvað ætlarðu að gera um Verslunarmannahelgina?
„Ég ætla að fara á Þjóðhátíð þetta árið.“

Ertu vanaföst um Verslunarmannahelgina eða breytirðu reglulega til?
„Ég myndi ekki segja að ég væri vanaföst þegar kemur að Verslunarmannahelginni. Ég hef yfirleitt verið að vinna þessa helgi og fyrir 18 ára aldur fór ég alltaf á Unglingalandsmót með körfunni. En það mætti segja að ákvörðunin um að kaupa miðann til Eyja núna hafi verið skyndiákvörðun eins og þær gerast bestar.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin til þessa? Af hverju?
„Ég hugsa að það hafi bara verið árið 2015 þegar ég fór í fyrsta skiptið á Þjóðhátíð. Stemningin í dalnum, blysin, brekkusöngurinn og margt fleira er eitthvað sem ég hugsa að ég gleymi aldrei og þess vegna langar mig aftur. Ég man einnig mjög vel eftir Verslunarmannahelginni 2016 þegar ég var í Reykjavík og keypti mér tvær rosa fínar flíkur á götumarkaði. Það var rosa fín stemning þá í bænum.“

Hvað er nauðsynlegt að þínu mati um Verslunarmannahelgina?
„Eins væmið og það hljómar þá er bara mikilvægast að njóta með vinum og/eða fjölskyldu og ekki stressa sig of mikið yfir umferðinni ef maður ætlar að ferðast eitthvað.“

Hvað ertu búin að gera í sumar?
„Ég er að vinna á Þjóðskjalasafninu og hef verið að nýta helgarnar mjög vel í að ferðast um landið. Ég fór hringinn í maí og hef svo farið hingað og þangað í leit að góðu veðri. Lengst keyrði ég norður á Akureyri yfir helgi til þess að finna sólina og það var alveg þess virði.“

Hvað er planið eftir sumarið?
„Ég fer aftur í háskólann að klára síðasta árið í sagnfræðinni og samhliða því ætla ég að sinna þeim félagsstörfum sem ég er búin að skuldbinda mig í.“