Skyndiákvarðanir eru alltaf með þeim betri
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir og Elías Þ. Jóhannsson skelltu sér á tónleika með Ed Sheeran
Skyndiákvörðun var tekin 2. janúar um að tímabært væri að skella sér til útlanda á tónleika með Ed Sheeran og rokið í að panta ferð. Valið stóð milli London og LA. Skemmst frá því að segja að hjónin skelltu sér í tíu daga ferðalag um Ameríkuhrepp þann 10. ágúst,“ Hallgríður Hólmgrímsdóttir um hápunkta hjá henni sumarið 2018.
„Við flugum til LA og keyrðum yfir til Las Vegas með viðkomu í Miklagljúfri og Hoover-stíflunni. Miklagljúfur er með fallegri stöðum sem við höfum komið á og það sem kom okkur mest á óvart var að fram af klettunum er 1200 m fall niður í gljúfrið og það eru engar girðingar sem varna fólki þess að kíkja fram af brúninni.
Ótrúlegt en satt þá hefur enginn fallið fram af síðan áttatíu og eitthvað. Glerbrúin yfir gljúfrinu var gríðarleg áskorun fyrir frúnna en hafðist, en ekki hvað. Stoppuðum í þrjá daga í eyðimörkinni Las Vegas þar sem hitinn náði yfir 40 stig yfir daginn sem okkur þótti nú fullmikið af því góða. Tónleikarnir með átrúnaðargoðinu Ed Sheeran á Rose Bowl leikvangnum í LA fóru framúr okkar björtustu væntingum og vonum. Óhætt að segja að skyndiákvarðanir séu alltaf með þeim betri..“ segir Grindvíkurinn Hallfríður.
Hjónin saman í Miklagljúfri.
Íslenski landsliðsbúningurinn vakti athygli á tónleikunum með Ed Sheeran.