Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skyldum loks fá félagshyggjustjórn
Þriðjudagur 12. janúar 2010 kl. 03:18

Skyldum loks fá félagshyggjustjórn

„Að við Íslendingar skyldum loks fá félagshyggjustjórn sem hóf erfiða tiltekt eftir afdrifaríkt sukk og veisluhöld frjálshyggjuaflanna undanfarinn áratug og nýja uppbyggingu með réttlæti, jöfnuð og sjálfbærni að leiðarljósi,“ segir Þorvaldur Örn Árnason, kennari í Vogum, þegar hann er beðinn um að horfa til þess markverðasta á árinu 2009.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Og Þorvaldur bætir við: „Að fylgjast með breytingunum á Morgunblaðinu í haust þegar margir af bestu blaðamönnum þess voru látnir fara og Davíð Oddson, aðalarkitekt hrunsins, tók þar við pólitískri ritstjórn og breytti baðinu í flokksmálgagn og færði það þannig nokkra áratugi til fortíðar“. Þorvaldur nefnir einnig margar ánægjulegar stundir með fjölskyldunni, vinum, félögum og nemendum á árinu.


- Hvað með áramótaheit?
„Ég set mér ekkert sérstakt áramótaheit. Vona bara að hver dagur beri gæfu í skauti sínu fyrir mig og aðra - að okkur takist að láta margt gott af okkur leiða og látum það dapurlega ekki skyggja á allt það bjarta í tilverunni“.