Skýjaborg flytur í hús Púlsins
Bæjaryfirvöld í Sandgerði hafa fest kaup á húsnæði Púlsins og ætla að flytja starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Skýjaborgar þangað í haust. Þessi kaup fóru fram í von um að frábær aðstaða myndi örva, víkka út og efla félagsmiðstöðina Skýjaborg á nýjum stað.
Húsnæðiskaupin eru einn liður af mörgum í forvarnaráætlun núverandi bæjarstjórnar, K-listans og D-listans segir í tilkynningu frá Sandgerðisbæ.
Húsnæði Púlsins er nærri 400 fermetrar að stærð, staðsett miðsvæðis í bænum. Allt er endurnýjað í húsinu, skolp, lagnir, rafmagn, gólf og eldvarnarveggir því húsnæðið var tekið í gegn fyrir fjórum árum af hjónunum Mörtu Eiríksdóttur og Friðriki Þór Friðrikssyni. Púlsinn lætur af störfum um miðjan júní.
Í húsnæðinu eru og verða áfram öflug hljómtæki ásamt söngkerfi, leiksvið fyrir uppákomur, borð og stólar fyrir 40 manns. Eitt stærsta leikbúningasafn á Suðurnesjum mun einnig fylgja með í kaupunum í von um að leiklistarstarfsemi blómstri í nýrri félagsmiðstöð. Það eru gróskumiklir tímar framundan fyrir ungu kynslóðina.
Bæjaryfirvöld vilja stórefla forvarnarstarf með því að flytja félagsmiðstöð barna og unglinga í húsnæði Púlsins. Þeir sjá fyrir sér þarna alls konar uppákomur barna og unglinga á leiksviðinu, t.d. geta nú ungar og efnilegar hljómsveitir troðið þarna upp og ungir söngvarar stigið á svið. Krakkar sem vilja sýna leikrit eða koma fram hafa nú til þess aðstöðu.
Alls konar námskeið fyrir börn og unglinga verður nú hægt að bjóða upp á í félagsmiðstöðinni á vegum Skýjaborgar. Möguleikarnir til sköpunar eru óteljandi í nýju húsnæði. Þarna verður áfram nóg pláss fyrir billjardborðin, spilin, diskótek, plötusnúðabúr, sjoppu, tölvuver o.fl. því allt þetta rúmast í húsinu. Miklar vonir eru því bundnar við enn fjölbreyttara og betra félagsstarf barna og unglinga í Sandgerðisbæ á hausti komanda.
Húsnæðiskaupin eru einn liður af mörgum í forvarnaráætlun núverandi bæjarstjórnar, K-listans og D-listans segir í tilkynningu frá Sandgerðisbæ.
Húsnæði Púlsins er nærri 400 fermetrar að stærð, staðsett miðsvæðis í bænum. Allt er endurnýjað í húsinu, skolp, lagnir, rafmagn, gólf og eldvarnarveggir því húsnæðið var tekið í gegn fyrir fjórum árum af hjónunum Mörtu Eiríksdóttur og Friðriki Þór Friðrikssyni. Púlsinn lætur af störfum um miðjan júní.
Í húsnæðinu eru og verða áfram öflug hljómtæki ásamt söngkerfi, leiksvið fyrir uppákomur, borð og stólar fyrir 40 manns. Eitt stærsta leikbúningasafn á Suðurnesjum mun einnig fylgja með í kaupunum í von um að leiklistarstarfsemi blómstri í nýrri félagsmiðstöð. Það eru gróskumiklir tímar framundan fyrir ungu kynslóðina.
Bæjaryfirvöld vilja stórefla forvarnarstarf með því að flytja félagsmiðstöð barna og unglinga í húsnæði Púlsins. Þeir sjá fyrir sér þarna alls konar uppákomur barna og unglinga á leiksviðinu, t.d. geta nú ungar og efnilegar hljómsveitir troðið þarna upp og ungir söngvarar stigið á svið. Krakkar sem vilja sýna leikrit eða koma fram hafa nú til þess aðstöðu.
Alls konar námskeið fyrir börn og unglinga verður nú hægt að bjóða upp á í félagsmiðstöðinni á vegum Skýjaborgar. Möguleikarnir til sköpunar eru óteljandi í nýju húsnæði. Þarna verður áfram nóg pláss fyrir billjardborðin, spilin, diskótek, plötusnúðabúr, sjoppu, tölvuver o.fl. því allt þetta rúmast í húsinu. Miklar vonir eru því bundnar við enn fjölbreyttara og betra félagsstarf barna og unglinga í Sandgerðisbæ á hausti komanda.