Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Skýin eru alveg orðin þreytt
Laugardagur 26. júlí 2014 kl. 18:00

Skýin eru alveg orðin þreytt

Sumarspjall Víkurfrétta

Halla Ingólfsdóttir er Keflvíkingur á 18. ári. Hún vinnur á Langbest í sumar en hana langar að ferðast um landið. Hún segir að nautalundir sé uppáhalds grillmatur og að Fanta Exotic sé drykkurinn í sumar.

Aldur og búseta?
Ég er á átjánda ári og ég bý i Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Starf eða nemi?
Er bæði nemi og er í starfi.

Hvernig hefur sumarið verið hja þér?
Ekkert sérstakt, hef aðallega verið bara að vinna.

Hvar verður þú að vinna í sumar?
Ég verð að vinna á Langbest.

Hvernig á að verja sumarfríinu?
Ætla að reyna að vinna bara og safna pening, mig langar samt að reyna að ferðast eitthvað meira um landið!

Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá?
Já, ég er nýkomin úr Flatey og svo ætlum við stelpurnar í útilegu núna um helgina, og síðan er ég að fara til Glasgow í ágúst.

Eftirlætis staður á Íslandi?
Flatey á Breiðafirði, finnur ekki betri stað á landinu!

Hvað einkennir íslenskt sumar?
Rigning og leiðinlegt veður, finnst ennþá eins og það sé vor og sumarfríið sé ekki byrjað, held að flestir séu sammála því að þessi ský eru alveg orðin þreytt.

Áhugamál þín?
Hef eiginlega engin sérstök áhugamál, en elska að ferðast!

Einhver sem þú stundar aðeins á sumrin?
Vinnu og svefn.

Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?
Verð bara að vinna, hefði samt alveg verið til í að fara á Þjóðhátið, miðað við hvernig fólk talar um stemninguna þá hefði mig alveg langað! Ætli maður fari ekki á næsta ári bara.


Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling?
Þegar sólin fer að láta að sjá sig þá kemst ég í sumarfíling.

Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati?
Það eru svo mörg lög sem maður hlustar á á repeat þangað til maður fær nóg, þannig að það er enginn einn sumarsmellur að mínu mati.

Hvað er það besta við íslenskt sumar?
Þegar allir eru í sumarfíling og eru úti, sólin (þegar hún kemur), landslagið, lyktin af nýslegnu grasi, að komast í burtu í útilegur og svo eru sumarkvöldin líka æðisleg.

En versta?
Þegar maður er ekki að vinna og sefur til 1 eða 2 og þá er allur dagurinn farin til spillis, en annars er veðrið ekkert að hjálpa þessu sumri!

Uppáhalds grillmatur?
Nautalundirnar hans pabba eru alltaf góðar.

Sumardrykkurinn?
Fanta exotic klikkar ekki!