Skvísur í Bláa lóninu
Konur fjölmenntu á konuboð Bláa lónsins í fyrrakvöld. Þar var boðið upp á tilboð og afslætti í versluninni, kynningar og fjör sem snjalli tónlistarmaðurinn Jón Jónsson sá um.
Snyrtifræðingar kynntu allt það nýjasta í Blue Lagoon húðvörulínunni og þá mættu fulltrúar margra af flottustu hönnunarmerkjum Íslands þ.á.m. Farmers Market, 66°Norður, Gyðja Collection, Marta Jonsson og Sigga og Tímo.
Þá var skívísunum boðið upp á ljúfar veitingar frá matreiðslumeisturum Bláa lónsins.
Eins og sjá má á myndunum var góð stemmning og létt yfir dömunum.