SKÚLA THORODDSEN Í FORYSTUSVEITINA
Ég hef þekkt Skúla Thoroddsen síðan á skólaárum mínum og þó svo að pólitískar leiðir okkar hafi ekki legið saman fyrr en nú, þekki ég vel til atorkusemi hans og elju. Hann hefur sett spor sín víða svo sem í heilbrigðismálum, verkalýðsmálum og ýmsum félagsmálum svo eftir hefur verið tekið. Þáttur hans í því að koma á sameiginlegu framboði jafnaðarmanna hér í Reykjanesbæ var jafn stór og hann fer hljótt. Einnig hefur hann starfað undanfarin ár að Evrópumálum. Víðtæk þekking hans þar mun nýtast jafnaðarmönnum vel á næstu árum.Veljum því Skúla Thoroddsen í forystusveit jafnaðarmanna á Reykjanesi í prófkjörinu 5. og 6. febrúar n.k.Kristmundur Ásmundsson, yfirlæknir og bæjarfulltrúi Reykjanesbæ.