Skrifuðu sig í gestabókina í Kolbeinsey
Þann 7. júní sl. sigldu þeir Jens Sigurðsson, Valdimar Kjartansson, Unnsteinn Lyngdal og Ævar Lyngdal með léttabáti frá Sighvati GK að Kolbeinsey. Þar fóru þeir í land og skoðuðu sig um en Kolbeinsey hefur mikið látið á sjá vegna ágangs sjávar og hafíss.
Þeir skrifuðu í gestabókina á eynni og voru 36 manns búnir að skrá komu sína á undan þeim.
Þess ber að geta að Kolbeinsey stendur á 67,08 gráðum norður og 18,41 gráðu vestur. Hún er u.þ.b. 57 mílur frá Íslandi. Kolbeinsey spilaði stóran þátt á sínum tíma þegar efnahagslögsagan var færð í 200 mílur og hefði hennar ekki notið við hefði íslenska efnahagslögsagan orðið 9.400 ferkílómetrum minni. Til samanburðar má nefna þá staðreynd að heildarflatarmál þriggja sjómílna landhelginnar var á sínum tíma um 25.000 ferkílómetrar.
Frá þessu er greint á vef útgerðarfélagsins Vísis nýverið.
Þeir skrifuðu í gestabókina á eynni og voru 36 manns búnir að skrá komu sína á undan þeim.
Þess ber að geta að Kolbeinsey stendur á 67,08 gráðum norður og 18,41 gráðu vestur. Hún er u.þ.b. 57 mílur frá Íslandi. Kolbeinsey spilaði stóran þátt á sínum tíma þegar efnahagslögsagan var færð í 200 mílur og hefði hennar ekki notið við hefði íslenska efnahagslögsagan orðið 9.400 ferkílómetrum minni. Til samanburðar má nefna þá staðreynd að heildarflatarmál þriggja sjómílna landhelginnar var á sínum tíma um 25.000 ferkílómetrar.
Frá þessu er greint á vef útgerðarfélagsins Vísis nýverið.