Skriftarátak fyrir tölvukynslóðina
Margir kvarta undan því að nútíma fólk hafi ekki nægilega fallega rithönd. Þetta stafar mikið af þjálfunarleysi, því að margir nota tölvur í ritvinnslu. Kennarar og nemendur í Sandgerðisskóla ákváðu að ráða bót á þessu og leggja í framtíðinni sérstaka áherslu á fallega skrift og vandaðan frágang.Þessari nýju áætlun var hleypt af stokkunum með sérstöku tveggja vikna skriftarátaki, en þá var skrifað á hverjum degi. Átakinu lauk með afhendingu viðurkenninga til þeirra sem bestum árangri höfðu náð og/eða sýndu mestu framfarir. Viðurkenningin var vandaður blýpenni, sem Guðjón Þ. Kristjánsson skólastjóri afhenti. Með þessu vill skólinn vekja athygli á að án góðra ritfæra er erfitt að ná góðum árangri.F.h. Sandgerðisskóla, Marjatta Ísberg