Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skrifar reynslusögu um átröskun
Miðvikudagur 23. febrúar 2011 kl. 16:34

Skrifar reynslusögu um átröskun

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að undanförnu hefur Eyjólfur Gíslason 24 ára Keflvíkingur setið að skrifum en hann hyggst gefa út bók síðar á þessu ári. Í bókinni fjallar hann um tíma í lífi sínu er hann barðist við átröskun og ýmislegt annað sem honum liggur á hjarta. Einnig hefur Eyjólfur unnið að fyrirlestrum sem hann ætlar sér að flytja um land allt á næstunni.

„Að undanförnu hef ég verið að skrifa bók sem kemur út á þessu ári. Í henni greini ég frá ákveðnum upplifunum mínum þegar ég var veikur strákur með átröskun. Mér finnst það mikilvægt innlegg í umræðuna um átröskun að koma fram með hvernig þetta var hjá mér og sýna fram á að staðreyndin í málinu er að allir geta fengið átröskun, óháð kyni eða kynhneigð. Á næstu dögum og vikum er ég síðan í undirbúningi fyrir fyrirlestraröð sem er áætlað að ég fari með út um allt land,“ segir Eyjólfur um verkefnin sem hann fæst við um þessar mundir.


Mikilvægt að sættast við fortíðina og draga af henni lærdóm

„Ég hef síðastliðin ár tekið að mér að hjálpa einstaklingum, sem hafa átt erfitt m.a. vegna átröskunar. Það hefur gefið mér mikið og á þeirri braut ætla ég að halda áfram með bókinni minni og þeim fyrirlestrum sem ég mun koma til með að halda á næstu vikum og mánuðum. Umræðan í samfélaginu er mikilvæg og ég tel mig geta miðlað af hreinskilni og frá hjartanu um mikilæg málefni sem snerta flest allar fjölskyldur á Íslandi með einum eða öðrum hætti. Það er setning sem ég segi í fyrirlsetrinum mínum sem hljóðar þannig ,,Fortíðin er sigurinn að framtíðinni." Þannig hugsa ég lífið mitt í dag. Það er mikilvægt að sættast við fortíð sína, leitast eftir því að læra af henni og taka með sér þann lærdóm inn í framtíðina. Þannig stendur þú uppi sem sigurvegari. Þegar fyrirlestrinum mínum er lokið í hvert skipti þá vonast ég eftir því að áheyrendur mínir hugsi um sitt líf, sína drauma og hvernig þeir ætla að láta þá rætast. Það er jú í okkar valdi að skapa okkar tækifæri, láta drauma okkar rætast og ná okkar markmiðum.“


Ítarlegra viðtal við Eyjólf í prentútgáfu Víkurfrétta.