Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skriðtæklingar bannaðar í Grindavík
Það er von á miklu fjöri í fótbolta, sjómanni og fleiru í Grindavík um helgina.
Þriðjudagur 2. júní 2015 kl. 09:50

Skriðtæklingar bannaðar í Grindavík

Alþjóðlegur dómari verður í knattspyrnumóti hverfanna í Sjóaranum síkáta í Grindavík sjómannadagshelgina. Sigurður Óli Þorleifsson, FIFA dómari mun sjá til þess. Skriðtæklingar eru stranglega bannaðar, segir í kynningu mótsins.
Keppt er á hálfum fótboltavelli í 2x6 mín. í þessu skemmtilega hverfamóti og meistaraflokksmenn verða láta sér duga að fylgjast með. Þeir hafa ekki þátttökurétt. Þá er skylda að spila á strigaskóm og takkaskór bannaðir. Alþjóða dómari mun passa upp á það eins og fleira í þessu fótboltamóti.

Þeir sem vilja reyna á styrk sinn er bent á Íslandsmót í sjómanni en það fer fram á „Kantinum“ eftir að keppni um sterkasta mann í heimi lýkur. Hér eru tækifæri fyrir jaxla Grindavíkur og Suðurnesja að láta ljós sitt skína því keppendur úr móti um sterkasta mann í heimi fá ekki að taka þátt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þessir  kappar fá ekki þátttökurétt í hverfamótinu enda eru þeir að berjast í 1. deildinni.