Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skreyttu hús í Höfnum
Fimmtudagur 29. nóvember 2018 kl. 09:34

Skreyttu hús í Höfnum

Það var jólaandi yfir heimili við Djúpavog í Höfnum í síðustu viku þegar þar safnaðist saman fólk á öllum aldri og skreytti piparkökuhús. Stórfjölskyldan sem stóð að viðburðinum hefur haldið í siðinn í mörg ár að hittast eitt síðdegi í aðdraganda jóla og baka piparkökur sem síðan eru skreyttar með sætindum. 
 
Í Víkurfréttum í þessari  eru fleiri myndir frá viðburðinum og einnig er fjallað um þennan skemmtilega sið í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 20:30.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024