Skrautlegustu höfuðfötin voru dregin fram á árlegu hattapúttmóti
Púttklúbbur Suðurnesja hélt sitt árlega hattapúttmót á púttvellinum við Mánagötu í Reykjanesbæ fyrir skemmstu. Þangað mættu púttarar með alls kyns óvenjulega og flotta hatta og léku hring á púttvellinum.
Maður er manns gaman og var gleðin allsráðandi hjá keppendum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem ljósmyndari Víkurfrétta tók. VF-myndir: JPK