Skrautlegir leikarar á ferð um Keflavík
Leikarar Leikfélags Keflavíkur og leikfélagsins Vox Arena fóru á „vergang“ í gærkvöldi eftir að aðeins höfðu mætt sjö áhorfendur á sýningu sem hefjast átti í Frumleikhúsinu kl. 20. Leikfélögin sýna þar söngleikinn Gretti.Aðspurðir sögðust leikararnir hafa fengið nóg af lélegri mætingu og því ákveðið að hópurinn færi niður í bæ til að vekja athygli á sýningunni. Miðnætursýning var í gærkvöldi en ekki höfum við fregnir af aðsókn á þá sýningu. Í kvöld, laugardag, laugardag verður sýning kl. 20 og einnig annaðkvöld, sunnudagskvöld á sama tíma.
Miðapantanir í símum 421 2540 og 869 1006
Miðapantanir í símum 421 2540 og 869 1006