Skrautlegir krakkar
Það voru skrautlegir krakkar sem skriðu út úr Fjörheimum í gær en þau voru öll klædd í sannkölluð furðuföt. Krakkarnir voru á leikjanámskeiði Fjörheima. Krökkunum líkuðu fötin vel og þarna mátti sjá sjóræningja, Batman sást bregða fyrir; þarna voru prinsessur og prinsar; kúrekar og hefðarmeyjar svo eitthvað sé upp talið. Krakkarnir stilltu sér að sjálfsögðu upp fyrir myndatöku og eins og sjá má á myndinni er hópurinn litríkur.