Skrautlegir Garðbúar
Víðismenn spila búninga-golf
Víðismenn í Garðinum gerðu sér glaðan dag fyrir skömmu en knattspynulið karla hélt þá heljarinnar veislu. Það er árlegur viðburður hjá Víðismönnum að halda búninga-golf þar sem mikil áhersla er lögð á að mæta í sem skemmtilegustum búningum. Þeir sem ekki mæta uppáklæddir eru sektaðir umsvifalaust.
Allir leikmenn, þjálfarar og stjórnin mættu að sjálfsögðu. Svo gerðu Garðbúar sér glaðan dag eftir á með grilli og öllu tilheyrandi.
Hér að neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá deginum.
Bræðurnir Luigi og Mario í góðum gír.