Skrautleg afmælisskrúðganga í fyrramálið
Föstudaginn 22. febrúar verður haldin skrúðganga í Myllubakkaskóla í tilefni af 50 ára afmæli skólans.Haldið verður frá skólanum klukkan 9:00 og verður gengið upp að Íshússtíg og verður krökkum sýnt hvar gamli skóli Keflavíkur var byggður. Kennarar og nemendur verða klæddir í furðufötum og allskonar uppákomur á leiðinni.