Skráning í Sumarfjör Fjörheima hafin
Skráning í Sumarfjör Fjörheima í sumar er hafin og fer hver að verða síðastur.
Sumarfjörið er fyrir nemendur sem eru að ljúka 7. bekk og er haldið af félagsmiðstöðinni Fjörheimum og Vinnuskóla Reykjanesbæjar.
Sumarfjör hefst 10. júní n.k. og stendur til 24. júní. Námskeiði er haldið frá kl. 10:00 til kl. 15:00-17 og verður þar boðið upp á fjölbreytta dagskrá og verður m.a. farið í sjóferð, skemmtiferð til Reykjavíkur, tjaldferðalag og margvíslegar skoðunarferðir.
Markmið Sumarfjörs
Að bjóða 13 ára unglingum í Reykjanesbæ uppá markvisst tómstundastarf sem lið í auknu forvarnarstarfi.
Að bjóða upp á fjölbreytilega starfsemi þannig að flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.
Að unglingar fái tækifæri til að kynnast jafnöldrum frá öðrum hverfum bæjarins.
Að unglingar kynnist fjölbreyttum möguleikum til útivistar á Suðurnesjum.
Skráning og greiðsla fer fram í 88 Húsinu 3.- 5.júní frá kl.14:00 - 17:00.
Þátttökugjald er kr. 3.000 kr. greiðist það við skráningu. Innifalið er hádegismatur alla dagana.