Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skráning í Hljóðnemann 2013 lýkur á morgun
Miðvikudagur 6. nóvember 2013 kl. 15:00

Skráning í Hljóðnemann 2013 lýkur á morgun

Á morgun, fimmtudag, lýkur skráningu í Hljóðnemann 2013, söngkeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Keppnin fer fram í Stapanum miðvikudaginn 13. nóvember kl. 20:00 og miðasala hefst mánudaginn áður. Eins og margir vita er Hljóðneminn einnig undankeppni fyrir Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fer í vor. Átta atriði hafa þegar verið bókuð og nemendur skólans eru hvattir til þess að taka þátt. Skráningarblöð liggja fyrir framan skrifstofu NFS.

Að sögn Arnórs Svanssonar, formanns NFS, er keppnin haldin að hausti til í stað vors í þetta sinn. Það er vegna þess að fljótlega hefst undirbúningur fyrir söngleik á vegum skólans sem verður settur upp í vor. Þegar blaðamann bar að garði sat stjórn NFS sveitt við undirbúning en heimilaði myndatöku fyrir góðan málstað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024