Skotvissi rapparinn Sigga Ey fór áfram
Suðurnesjafólk gerir það gott í Ísland got talent
Rapparinn Sigga Ey úr Reykjanesbæ vakti heldur betur lukku í sjónvarpsþættinum Ísland got talent sem hóf aðra þáttaröð sína í gær. Sigga sem er 16 ára er alvön sviðsljósinu en hún sigraði Rímnaflæði árið 2014. Hún var nokkuð taugaveikluð í þættinum en heillaði svo alla í salnum þegar hún kom loks fram á svið. Hún fór að sjálfsögðu áfram með fullt hús frá dómurum.
Sjá atriði Siggu frá því í gær
Sigga, eða Sigríður Eydís Gísladóttir, hefur einnig verið að gera það gott í skotfimi þar sem hún var m.a. kjörin skotkona Reykjanesbæjar um síðustu áramót eins og já má á myndinni hér að neðan. Hún þykir mjög efnileg í íþróttinni.
Hér að neðan má sjá Siggu taka sigurlagið í Rímnaflæði og einnig viðtal við hana sem birtist í Sjónvarpi Víkurfrétta.