Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skötuveisla í Garðinum á Þorláksmessu að sumri
Föstudagur 2. júlí 2010 kl. 15:45

Skötuveisla í Garðinum á Þorláksmessu að sumri

Haldið verður upp á Þorláksmessu að sumri þann 20. júlí nk. og að þessu sinni verður skötumessan haldin á sal Miðgarðs, sem er nýr salur í Gerðaskóla í Garði. Þess verður sérstaklega gætt að allir fái nóg af skötu og saltfiski ásamt meðlæti. Axel Jónsson matreiðslumeistari verður sjálfur við pottana og tryggir bæði gæði og magn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrir ári síðan komu 160 gestir í Samkomuhúsið í Garði en nú er gert ráð fyrir yfir 200 manns. Við hvetjum konur og karla að mæta og taka með sér maka, vini, kunningja eða vinnufélaga, segir í tilkynningu.

Eins og áður eru skemmtiatriði heimatilbúin og byggjast fyrst og fremst á þeim gestum sem kunna að mæta og veit ég að þeir sem slógu í gegn fyrir ári síðan hugsa sér gott til glóðarinnar og mæta með skemmtiefni í töluðu máli og söng, segir Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði en hann ásamt Skólamat og Fiskmarkaði Suðurnesja standa að messunni. Allur hagnaður af kvöldinu renna til góðgerðarmála.

Í ár er ætlunin að styrkja Skammtímavistunina Heiðarholti, íbúa á Völlum og MND félagið. Þeim einstaklingum sem búa að Völlum og Heiðarholti verður boðið á unglingahelgi síðar í haust að höfðu samráði við forstöðumenn á þessum heimilum.
Þeir sem vilja kaupa miða á skötumessuna geta sent tölvupóst á: [email protected] eða bókað miða í síma 894 3900. Miðaverð er 2500 kr. á mann.
 
Dagskrá:
Kl. 19:00 Skötumessa, samanstendur af kæstri skötu og eins skötu fyrir byrjendur, saltfiskur, rófur, kartöflur og nóg af hamsatólg. Með þessu er borið fram vatn.
· Kaffi.
· Skemmtidagskrá leikin af fingrum fram geri ráð fyrir fjölmörgum atriðum úr sal
· Hrútavinafélagið í Árborg kemur með óvissuatriði.