Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 6. maí 2002 kl. 15:12

Skötuveisla fyrir framan kosningamiðstöð

Það varð uppi fótur og fit síðastliðinn föstudag fyrir utan Ríkið. Ungur maður sem er á leið í hnapphelduna að því er heimildir okkar herma hélt skötuveislu fyrir gesti og gangandi. Hugrakkir S-listamenn gerðu sér hlé frá vöfflubakstri og fengu að bragða á matseldinni.
Ólafur Tordersen varð fyrstur frambjóðenda til að smakka á skötunni. En ekki er víst að hann leggi til að S-listinn bjóði bæjarbúum upp á skötu í stað þess að bjóða upp á vöfflur með sultu og rjóma. Það verða því vöfflur áfram á föstudögum milli 16:00 og 18:00 í kosningamiðstöðinni Hólmgarði 2.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024