Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skötumessan í Garði haldin 19. júlí
Frá skötumessu í Garðinum.
Þriðjudagur 27. júní 2017 kl. 09:46

Skötumessan í Garði haldin 19. júlí

Skötumessan 2017 verður haldin í Miðgarði Gerðaskóla í Garði miðvikudaginn 19. júlí kl. 19.00
 
Að venju er fjölbreytt skemmtidagskrá; Dói og Baldvin, Páll Rúnar Pálsson, Hermann Ingi og Helgi Hermannssynir, Gullkistan; Ásgeir Óskarsson úr Stuðmönnum, Gunnar Þórðarson úr Hljómum, Jón Ólafsson úr Pelican og Óttar Felix Hauksson úr Pops.
 
Ræðumaður verður Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri. Styrkveitingar til einstaklinga og félagasamtaka eru hluti af dagskrá.
 
Verð kr. 4,000 sama verð ár eftir ár. Greiðið inn á reikning Skötumessunnar; 0142-05-70506, kt. 580711-0650
Þeir sem greiða í forsölu fá örugg sæti en alltaf er uppselt á Skötumessuna.
                                
Skötumessan er áhugafélag um velferð fatlaðra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024