Skötumessa skilar 400.000 kr. til góðra mála
Frábær þátttaka var í Skötumessunni á Þorláksmessu að sumri sem haldin var í Garði í síðustu viku. Reiknað er með að allt að 330 manns hafi borðað skötu, saltfisk, kinnar og hval í skemmtilegu andrúmslofti.
Fjölmargir lögðu okkur lið og færum við þeim okkar bestu þakkir fyrir stuðninginn. Fiskmarkaður Suðurnesja gaf okkur skötu, sömuleiðis Rétturinn, saltfisk og kynnar frá GSE og Saltver og hval frá Gulla í Hval. Kartöflur frá Systu og Kristjáni í Forsæti. Þá lögðu margir hönd á plóg og fá bestu þakkir, Hafsteinn Guðnason, Þorsteinn Erlingsson, Guðlaugur H. Sigurjónsson, Axel Jónsson, Guðjón Sigurðsson, Theodór Guðbergsson, Jóna Hallsdóttir, Guðlaug Helga Sigurðardóttir og Víkurfréttir fyrir kynningu og umfjöllun og þeir sem ég kann að gleyma í augnablikinu.
Við buðum gömlum velunnurum og þeim sem aðstoðuðu við undirbúning og lögðu okkur til hráefni. Þá buðum við heimilisfólkinu á Völlum sem við styrktum þetta kvöld. Þá færum við þeim sem fluttu skemmtiefni, sögur og vísur bestu þakkir.
Heildartekjur af messunni voru: 702,000,-
Kostnaður: 302,000,-
Stuðningur við Guðjón Sigurðsson, MND: 100,000,-
Stuðningur við heimilisfólk Velli og Heiðartúni: 300,000,-
Með þakklæti fyrir allt.
Ásmundur Friðriksson
bæjarstjóri í Garði