Skötumessa í Garðinum í kvöld
Skötumessan 2012 verður haldin í Gerðaskóla í Garði í kvöld en borðhald hefst kl. 19:00 og þar verður borðað til góðs, eins og segir í tilkynningu frá Skötumessunni, áhugafélagi um velferð fatlaðra.
Skemmtidagskrá hefst kl. 19:30
Harmonikkuunnendur af Suðurnesjum.
Eyjabandið, Siggi á Háeyri, Jón Berg og fl. gott fólk.
List án Landamæra, Tónlistaratriði úr Brúðkaupsnóttinni.
Páll Rúnar Pálsson bassasöngvari frá Heiði í Mýrdal.
Árni Johnsen.
Einar Mikael sýnir ótrúlegar sjónhverfingar.
Björn Björnsson fv. skólastjóri.
Jóhannes Kristjánsson eftirherma.
Guðni Ágústsson fv. ráðherra veislustjóri.
Ágóði rennur til fatlaðra barna og unglinga
Sama verð og síðasta ár, 3000 kr. Léttið undir með okkur og greiðið fyrir Skötumessuna inn á reikning 0142-05-70506, kt; 580711-0650 (vinsamlegast prentið út kvittun og sýnið við innganginn).
Golfáhugamenn fá golfhringinn hjá Golfklúbbi Sandgerðis í tilefni Skötumessunnar á 2000 kr. Rástími frá kl. 14:00. Golfáhugamenn nýtið ferðina og kynnist Kirkjubólsvelli, nýjum 18 holu golfvelli Sandgerðinga
Skötumessan, áhugafélag um velferð fatlaðra.