Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skötumessa í Garði 17. júlí
Það er alltaf mikið fjör á Skötumessu.
Þriðjudagur 16. júlí 2013 kl. 11:00

Skötumessa í Garði 17. júlí

Skötumessan 2013 verður haldin í Gerðaskóla anað kvöld, miðvikudag 17. júlí en auk góðs matar verða fjölbreytt skemmtiatriði að venju á þessu sérstaka styrktarkvöldi fyrir fatlaða.

Borðhald hefst kl. 19:00 og þá verður borðað til góðs eins og sagt er á Skötumessu. Að venju er skata í hávegum höfð en einnig verður boðið upp á saltfisk, plokkfisk og meðlæti.
Skemmtiatriði verða ekki af lakara taginu, þjóðlagasveitin Hálft í hvoru, Gísli Helgason, Eyjólfur Kristjánsson, Ingi Gunnar, Páll Rúnar Pálsson bassasöngvari frá Heiði í Mýrdal, Bestu vinir í bænum, Sigurður Valur Valsson eftirherma og fleiri.

Helstu stuðningsaðilar Skötumessunnar eru Fiskmarkaður Suðurnesja, Skólamatur ehf., H. Pétursson, Sveitarfélagið Garður og fleiri. Ásmundur Friðriksson hefur staðið í framlínunni í Skötumessunni og vonast eftir fullu húsi eins og undanfarin ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024