Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skötumessa á Þorláksmessu að sumri
Mánudagur 14. júlí 2008 kl. 14:52

Skötumessa á Þorláksmessu að sumri

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skötumessa á Þorláksmessu að sumri til stuðnings Hollvinasamtökum HNLFÍ og MND félaginu verður haldin í Oddfellowhúsinu í Reykjanesbæ mánudaginn 21. júlí kl. 17:30-19:30.

Þorláksmessa að sumri er 20. júlí og var lögleidd 1237 til að minnast þess að þann dag 1198 voru bein Þorláks helga tekin upp til að nýtast til áheita. Var sumarmessa þessi ein mesta hátíð ársins á Íslandi fyrir siðaskipti. Jóhannes Páll páfi II útnefndi Þorlák verndardýrling Íslands og um leið er hann verndari Kristkirkju í Reykjavík. Þorlákur er eini íslenski dýrlingurinn í kaþólskri trú sem hlotið hefur dýrlinganafnbót.

Þar sem Þorláksmessa ber upp á sunnudag verður skötumessan haldin á mánudaginn 21. Boðið verður upp á skötu og saltfisk, með kartöflum, rófum og tólg. Gestir stíga á stokk og segja sögur fara með vísur og syngja saman í lokin.

Golfklúbbur Suðurnesja býður þeim sem taka þátt á í Skötumessunni golfhringinn á frábærum golfvelli klúbbsins í Leiru á 1,000,- krónur þegar þeir hafa gætt sér á frábærri skötunni.

Hvetjum fyrirtæki, starfsmannahópa, konur og karlar til að mæta og bóka sig í skötuna hjá meðfylgjandi aðilum. Messan kostar 2,000,- krónur og greiðist við innganginn, með peningum, ekki kort. Fyrirtækjum má þó senda greiðsluseðil.


Eftirtaldir aðilar taka við bókunum:


Ásmundur Friðriksson sími 894 3900
[email protected]

Guðjón Sigurðsson sími 823 7270
[email protected]

Árni Johnsen sími 894 1300
[email protected]

Þorsteinn Magnússon
[email protected]


Helstu stuðningsaðilar eru:


Fiskmarkaður Suðurnesja, Skólamatur.is, Golfklúbbur Suðurnesja