Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skötulyktuna leggur um bæinn
Þriðjudagur 23. desember 2008 kl. 13:15

Skötulyktuna leggur um bæinn



Sá þjóðlegi siður að borða skötu á Þorláksmessu virðist ekki vera á neinu undanhaldi. Skötulyktina lagði um allan bæ núna í hádeginu og var fólk víða komið saman til að gæða sér á kræsingunum. Skatan er mismikið kæst eins og gengur, sumir vilja hafa það dauft á meðan aðrir vilja helst tárfella yfir henni. Blaðamenn Víkurfrétta hittu í hádeginu kunningja sem var á leiðinni til Jóns Björns tannlæknis til að láta líma upp í sig góminn. Skatan sem hann borðaði í hádeginu var svo vel kæst að límingin í gómnum leysist upp!

Efri mynd: Á Flughóteli var listamaðurinn Erlingur Jónsson mættur á heimaslóðirnar frá Noregi til að njóta Þorláksmessuskötunnar ásamt sómahjónunum Birgi  Guðnasyni og Hörpu Þorvaldsdóttur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Fólk á öllum aldri borðar skötu á Þorláksmessu. Magna Þór litla fannst hún góð með rúgbrauði og smjöri en hann borðaði á Flughóteli með pabba sínum, frænda og afa.

VFmyndir/elg.